Tilhögun þingfundar

Fimmtudaginn 02. nóvember 1995, kl. 10:32:09 (620)

1995-11-02 10:32:09# 120. lþ. 25.97 fundur 58#B tilhögun þingfundar#, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur


[10:32]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Varðandi fundarhöld í dag vill forseti taka fram eftirfarandi: Ráðgert er að ljúka umræðum um öll dagskrármálin á þessum fundi. 6. dagskrármálið, sveitarstjórnarlög, verður þó ekki tekið fyrir fyrr en kl. 5. Ljúki umræðum um 1.--5. dagskrármálið fyrir kl. 5 verður gert hlé á fundinum frá þeim tíma til kl. 5. Þetta er gert vegna eðlilegra fjarvista nokkurra þingmanna síðdegis í dag. Um kl. 5 má því búast við atkvæðagreiðslum og hugsanlega nýjum fundi. Forseti biður hv. þm. að hafa þetta í huga.