Framhaldsskólar

Fimmtudaginn 02. nóvember 1995, kl. 13:55:53 (643)

1995-11-02 13:55:53# 120. lþ. 25.2 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur


[13:55]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil svara hv. þm. að þegar ég ræði hér um form versus innihald er ég t.d. að tala um það að ég er engu nær eftir að vera búin að lesa þetta frv. um hvers konar starfsnám er verið að tala. Ég hef kynnt mér hvernig starfsnám er í ýmsum löndum, m.a. er til starfsnám fyrir fólk sem vinnur á ferðaskrifstofum, fólk sem vinnur á pósthúsum. Við getum velt fyrir okkur alls konar störfum fyrir fólk í atvinnulífi okkar eins og í frystihúsum eða annars staðar. Ég er engu nær um það hvort það stendur yfir höfuð til að gera eða hvort það stendur til t.d. að opna möguleika á því að sumt af þessu sé á háskólastigi og sumt af þessu eigi betur heima á framhaldsskólastigi. Það vantar alla innihaldstengda umræðu um starfsnámið.