Stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna

Fimmtudaginn 02. nóvember 1995, kl. 15:26:19 (661)

1995-11-02 15:26:19# 120. lþ. 25.3 fundur 61. mál: #A stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna# þál., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur


[15:26]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrst varðandi hugtakaskýringar. Ég vil upplýsa hæstv. menntmrh. um það að leikfimi í skóla kallast nú skólaíþróttir. Í öðru lagi vil ég nefna varðandi það að hann hafi ekki áhuga á að hafa áhrif á fjölmiðla að þessu leyti, að ég get alveg verið sammála honum, ef það giltu jafnréttissjónarmið innan fjölmiðlanna í samræmi við gildandi lög. En svo er ekki á meðan það einfeldningslega viðhorf ríkir t.d. hjá fréttastjóra sjónvarpsins að fjölmiðar endurspegli bara veruleikann. Og að lokum vil ég nefna að það skipti dóttur mína og mig óneitanlega mjög miklu máli í gærkvöldi þegar við horfðum á landa okkar vinna Rússa í handknattleik að það var kvenfréttamaður sem lýsti.