Ólafur Hannibalsson fyrir EOK, Guðmundur Lárusson fyrir MF

Mánudaginn 06. nóvember 1995, kl. 15:40:04 (725)

1995-11-06 15:40:04# 120. lþ. 28.97 fundur 55#B varamenn#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur


[15:40]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá formanni þingflokks sjálfstæðismanna:

,,Þar sem Einar Oddur Kristjánsson, 3. þm. Vestf., getur ekki sinnt þingstörfum á næstunni vegna atburðanna í heimabyggð hans á Flateyri hinn 26. fyrra mánaðar, leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að Ólafur Hannibalsson blaðamaður, 1. varaþm. Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, taki sæti á Alþingi á meðan.

Þetta tilkynnist yður hér með.

Geir H. Haarde,

formaður þingflokks sjálfstæðismanna.``

Kjörbréf Ólafs Hannibalssonar hefur verið samþykkt.