Rannsókn kjörbréfs

Mánudaginn 06. nóvember 1995, kl. 15:40:22 (726)

1995-11-06 15:40:22# 120. lþ. 28.1 fundur 56#B rannsókn kjörbréfs#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur


[15:40]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Borist hafa eftirfarandi bréf:

,,Þar sem ég get ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur vegna sérstakra anna leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 2. varamaður Alþb. í Suðurlandskjördæmi, Guðmundur Lárusson bóndi, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni en 1. varamaður flokksins er forfallaður.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari á Alþingi rannsókn á kjörbréfi varaþingmannsins.

Margrét Frímannsdóttir, 5. þm. Suðurl.``

Þá hefur borist svohljóðandi bréf:

,,Ég undirritaður, varaþm. Alþb. og óháðra í Suðurlandskjördæmi, get því miður ekki tekið sæti Margrétar Frímannsdóttur, 5. þm. Suðurl., í fjarveru hennar nú. Ástæður þessa eru annir í starfi.

Virðingarfyllst, Ragnar Óskarsson,

Hásteinsvegi 28, Vestmannaeyjum.``

Að beiðni forseta hélt kjörbréfanefnd fund nú skömmu fyrir kl. 3 til þess að rannsaka kjörbréf Guðmundar Lárussonar.