Þuríður Backman fyrir HG

Miðvikudaginn 08. nóvember 1995, kl. 13:31:29 (794)

1995-11-08 13:31:29# 120. lþ. 30.91 fundur 74#B x#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur


[13:31]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþingmaður Alþb. í Austurlandskjördæmi, Þuríður Backman hjúkrunarfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Hjörleifur Guttormsson,

4. þm. Austurlandskjördæmis.``

Kjörbréf Þuríðar Backman hefur verið samþykkt. Hún hefur áður tekið sæti á Alþingi og boðin velkomin til starfa.