Bílalán til öryrkja

Miðvikudaginn 08. nóvember 1995, kl. 14:15:26 (812)

1995-11-08 14:15:26# 120. lþ. 30.4 fundur 110. mál: #A bílalán til öryrkja# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur


[14:15]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Mig langar aðeins til að hnykkja á því sem kom fram hjá hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni varðandi lagastoð fyrir bifreiðalánum. Ef hæstv. ráðherra hyggst afturkalla ákvörðun tryggingaráðs um bílalánin er nauðsynlegt að fyrir sé í lögum stoð fyrir þeirri aðgerð. Ég held að við þurfum að íhuga það, þingmenn og framkvæmdarvaldið, að það þarf að vera lagastoð fyrir því sem framkvæmt er.

Ég vil minna á annað mál sem er endurhæfingarlífeyrir. Fyrir þingi liggur frv. um það sem vantar lagastoð fyrir en á að greiða áfram. Það verður að vera fyrir hendi lagastoð og það er einfalt mál að kippa því í liðinn í gegnum þingið. Ég vil bara vekja athygli á því í þessu tilviki.