Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1994

Fimmtudaginn 09. nóvember 1995, kl. 15:22:40 (844)

1995-11-09 15:22:40# 120. lþ. 32.6 fundur 73#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1994# (munnl. skýrsla), RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur


[15:22]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er verið að tala um Byggðastofnun, hér er verið að tala um atvinnumál og hér er verið að tala um hina ýmsu staði sem leitast er við að veita fjármagn til. Ég er að benda á að ef við ætlum að reyna að draga lærdóm af því hvort þessir styrkir eða lánveitingar Byggðastofnunar hafi verið til góðs eður ei, er mjög mikilvægt að geta fengið nánari upplýsingar til að marka þá stefnu sem um er rætt. Þótt ég nefndi þetta lagði ég hins vegar mun meiri áherslu á að það væri mjög mikilvægt ef hægt væri að leggja mat á það í slíkri skýrslu hvaða gildi það hefði haft að veita styrki eða lán til ýmissa verkefna. Ég kalla sérstaklega eftir því hversu áhugavert það væri að fá upplýsingar um hvernig gengið hefði með sérstaka styrki til atvinnumála kvenna sem nefndir eru í þessari skýrslu. Ég verð að viðurkenna, virðulegi forseti, að mér finnst 1. þm. Vestf. taka þessar spurningar mínar og athugasemdir furðu óstinnt upp.