Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1994

Fimmtudaginn 09. nóvember 1995, kl. 16:24:31 (856)

1995-11-09 16:24:31# 120. lþ. 32.6 fundur 73#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1994# (munnl. skýrsla), KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur


[16:24]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að gera mig breiðan gagnvart formanni stjórnar Byggðastofnunar og verð aldrei jafnbreiður og hann í umræðunni. (Gripið fram í.) Ég meinti nú ekki líffræðilega. Ég ítreka að samkvæmt þeim könnunum sem ég hef látið gera og þeim upplýsingum sem ég hef fengið hefur niðurstaða á úthlutunum Byggðastofnunar til Suðurnesja ávallt verið í því minnsta sem nokkurs staðar hefur verið annars staðar. Þess vegna ítreka ég við formann stjórnar Byggðastofnunar að hann láti gera þessa könnun fyrir mig þannig að ég fái að sjá hvernig hún verði unnin og þá getum við kannski skoðað það síðar í sameiningu hvernig sú niðurstaða verður. En ég fullyrði að árið 1993 var þetta svona. Ef það reynist ekki rétt vera mun ég verða fyrsti maður til að biðja hv. þm. Egill Jónsson afsökunar á því.