Ríkisreikningur 1994

Fimmtudaginn 16. nóvember 1995, kl. 11:31:25 (882)

1995-11-16 11:31:25# 120. lþ. 33.6 fundur 129. mál: #A ríkisreikningur 1994# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur


[11:31]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vek athygli á því að lántökustaða ríkissjóðs í árslok 1994 er samkvæmt þessu skjali 197 milljarðar kr. Það er ástæða til að vekja athygli á því sérstaklega og ítreka það sem fram kom í umræðu fyrr í málinu. En að öðru leyti spyr ég hæstv. fjmrh. út í málsgrein á bls. 7. í grg. frv. en þar segir, með leyfi forseta:

,,Á þessu haustþingi mun fjmrh. leggja fram frv. að nýjum lögum um fjárreiður ríkisins.`` Hvar er þetta mál á vegi statt? Er þetta það gagn sem var lengi að velkjast í fjárlaga- og fjárveitinganefnd, mér liggur við að segja fyrr á öldinni, um þessi málefni eða er um að ræða eitthvert nýtt mál og hvenær gerir hæstv. ráðherra ráð fyrir því að þetta komi til meðferðar? Ég bendi á í sambandi við mál af þessu tagi, ef málið er eins og mig grunar að það sé, að auðvitað er eðlilegt að leitað sé atbeina þingsins alls, þ.e. stjórnarandstöðu líka, þegar um er að ræða grunnlagaheimildir af því tagi sem er á ferðinni eins og um hinar almennu fjárreiður ríkisins.