Ríkisreikningur 1994

Fimmtudaginn 16. nóvember 1995, kl. 11:33:06 (883)

1995-11-16 11:33:06# 120. lþ. 33.6 fundur 129. mál: #A ríkisreikningur 1994# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur


[11:33]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Stundum mistekst mér að tala svo skýrt að það skiljist. Í umræðu um síðasta mál fór ég sérstaklega orðum um þetta atriði og sagði frá því og reyndar ítrekaði það í framsöguræðu minni áðan að það fjárreiðufrv. sem hér er spurt um er afrakstur af starfi fjmrn., Ríkisendurskoðunar, Ríkisbókhalds og fleiri stofnana sem komu að þessum málum, er nýtt frv. sem er til meðferðar í ríkisstjórn og ég vænti þess að það verði lagt fram innan tíðar. Eins og ég sagði fyrr á fundinum í dag hefur það mál verið kynnt mjög ítarlega, bæði stjórnarþingmönnum og stjórnarandstöðuþingmönnum, bæði þeim sem sitja efh.- og viðskn. þingsins en einnig hinum sem sitja í fjárlaganefnd. Þar fyrir utan liggur skýrsla um fjárreiður ríkisins sem eru hugmyndirnar sem frv. hvílir á og sú skýrsla var gefin út og send öllum þingmönnum fyrir u.þ.b. ári. Hér er um starf að ræða sem staðið hefur yfir í sjálfsagt um fimm ár eða svo en inni í frv. eru teknar ýmsar hugmyndir sem hafa m.a. sést í einstökum frumvörpum, þar á meðal frumvörpum frá hv. fjárlaganefndum undanfarinna ára sem starfað hafa fyrr á öldinni.