Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 16. nóvember 1995, kl. 16:21:54 (935)

1995-11-16 16:21:54# 120. lþ. 33.11 fundur 147. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjárhæðir, sérstakur tekjuskattur, frádráttur lífeyrisþega o.fl.) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur


[16:21]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er akkúrat það sem að menn ætla að gera. Menn ætla að taka á þessum málum með meðvituðum hætti. Á hverju einasta hausti munu menn vega og meta hver skattlagningin er orðin vegna verðbólgu og launahækkana og þá verða þessi mörk hækkuð með meðvituðum hætti en ekki með einhverjum sjálfvirkum hætti vegna verðbólgu. Ég bendi á að þegar maður tekur inn í dæmið 4% iðgjalda lífeyrissjóðs, sem á að verða skattfrjálst, lækkar skattprósentan sem er í dag um 42% í reynd niður í 40,4%. Við erum að tala um raunverulega skattalækkun og þrátt fyrir vellíðan ríkissjóðs mun hún vara nokkuð lengi þrátt fyrir 1 eða 2% verðbólgu á ári.