Veiðileyfagjald

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 11:17:26 (957)

1995-11-17 11:17:26# 120. lþ. 34.9 fundur 30. mál: #A veiðileyfagjald# þál., Flm. ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[11:17]

Flm. (Ágúst Einarsson) (andsvar):

Herra forseti. Tvö lítil atriði. Fyrri ræðumaður nefndi að tillagan hefði verið rædd í vor. Það er ekki rétt. Hún var lögð fram í vor en það vannst ekki tími til að ræða hana. Hitt atriðið er til hvaða nefndar á að vísa tillögunni. Hér er gerð tillaga um að vísa henni til sjútvn. Við flm. veltum því mjög mikið fyrir okkur út af einmitt því sem ræðumaður nefndi, hvort tillagan ætti heima í efh.- og viðskn. eða sjútvn. Í sjálfu sér á þáltill. heima hjá báðum nefndunum. Það eru rök í sjálfu sér fyrir hvort tveggja. Ég valdi þá leið að leggja til að hún færi til sjútvn. vegna eðli málsins í allri umræðu. Formlega á hún kannski betur heima í efh.- og viðskn. Ég er þannig opinn fyrir leiðbeiningum hæstv. forseta varðandi til hvaða nefndar væri æskilegt að tillagan færi. Þetta er tæknileg spurning en það eru rök fyrir því, eins og þingmaður benti á, að tillagan fari til efh.- og viðskn.