Veiðileyfagjald

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 12:17:14 (978)

1995-11-17 12:17:14# 120. lþ. 34.9 fundur 30. mál: #A veiðileyfagjald# þál., JBH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[12:17]

Jón Baldvin Hannibalsson (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. sjútvrh. byrjaði mál sitt á því að vekja athygli á þverstæðum í málflutningi flm. Tókuð þið, hv. þm., eftir þverstæðum í málflutningi hæstv. sjútvrh.? Munið þið eftir því að hæstv. sjútvrh. er jafnframt dómsmrh. og æðsti yfirmaður laga og réttar í landinu? Hvað er það sem æðsti yfirmaður laga og réttar í landinu er að segja? Hann er að leggja blessun sína yfir það að menn skulu hafa rétt til þess frá ríkinu að hagnast af sölu á annarra manna eignum. Getur siðlausari afstöðu en það?

Í annan stað kemur hæstv. sjútvrh. fram í því gervi, sem fer honum afar illa, að hann sé einhver talsmaður markaðskerfis, þessi 1. þm. Suðurl., þessi helsti páfi skömmtunarkerfis í landbúnaði. Þessi maður sem í öllum helstu stórmálum hefur sniðgengið og gengið gegn öllu sem getur flokkast undir markaðskerfið, enda gerir hann það líka sem sjútvrh.

Menn vilja hafa framsal á veiðiheimildum. Það telur hann vera markaðskerfi. (Forseti hringir.) En menn vilja ekki að einstaklingar fái það úr hendi hæstv. sjútvrh., skammtað af eignarrétti þjóðarinnar og megi síðan hagnast af sölu á annarra manna eigum. Það ætti ekki að sæma hæstv. dómsmrh. að vera með slíkan málflutning.