Veiðileyfagjald

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 12:22:11 (982)

1995-11-17 12:22:11# 120. lþ. 34.9 fundur 30. mál: #A veiðileyfagjald# þál., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[12:22]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég var nefndur til sögunnar vegna þess að hæstv. sjútvrh. sagðist treysta útvegsmönnum betur til að ráðstafa arði af fyrirtækjum en mér og ríkissjóði. Ég er honum sammála. Ég ætla ekki að taka þátt í umræðum um skatta og gengi en ég ætla að segja frá því sem flestir vita að sjávarútvegurinn fær verulega fjármuni úr ríkissjóði, bæði í gegnum Hafrannsóknastofnun og eins fyrir greiðslur til þess að halda úti veiðikerfinu sem mér finnst vera kostnaður sem sjávarútvegsfyrirtækin eigi að greiða. Ég spyr: Getum við ekki náð samkomulagi um það fyrst þeir ráðstafa arðinum sínum að þeir borgi a.m.k. þann kostnað sem fellur á þá því að ekki má gleyma því að til viðbótar niðurgreiðir ríkið að nokkrum hluta laun sjómanna með sjómannaafslætti sem er eðlilegt að fyrirtækin beri. Loks er sjávarútvegurinn í neðra þrepinu í tryggingagjaldinu. Ég spyr hæstv. sjútvrh. hvort hann er ekki tilbúinn til að standa með mér í því að þeir borgi a.m.k. þann kostnað sem hlýst af starfseminni. Svo skulu þeir ráðstafa arðinum sem þeir eiga að gera.