Veiðileyfagjald

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 12:23:20 (983)

1995-11-17 12:23:20# 120. lþ. 34.9 fundur 30. mál: #A veiðileyfagjald# þál., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[12:23]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég get tekið undir að það sé eðlilegt og rétt að jafna tryggingagjaldið og lækka það þannig að allar atvinnugreinar greiði jafnt í því efni. Við vitum að ekki er tilefni til þess að hækka skatta á atvinnufyrirtæki þannig að til þess að ná jöfnuði verður að fara þá leið að lækka og ég get tekið undir það með hæstv. fjmrh.

Varðandi kostnað sem atvinnugreinin greiðir er það svo að gjald er lagt á aflaheimildir í dag og er auðvitað auðlindaskattur sem rennur til þess að framfylgja eftirliti með veiðunum. Ég hef sjálfur staðið fyrir því að flytja frv. um það efni og ég tel eðlilegt að sjávarútvegurinn greiði með slíku gjaldi kostnað af eftirliti með veiðunum. Síðan greiðir sjávarútvegurinn inn í Þróunarsjóð sem er gamaldags millifærslusjóður, var málamiðlun í tíð fyrri ríkisstjórnar. Sjávarútvegurinn greiðir þangað skatt en að hluta til er hann að axla ábyrgð ríkissjóðs. Hann tók yfir skuldbindingar ríkissjóðs upp á um 1 milljarð kr. og létti þar með byrði ríkissjóðs og ég vona að hæstv. fjmrh. meti það.