Veiðileyfagjald

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 13:52:21 (1007)

1995-11-17 13:52:21# 120. lþ. 34.9 fundur 30. mál: #A veiðileyfagjald# þál., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[13:52]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég skil að hv. þm. vill láta kanna ýmsa hluti fram og til baka, en getur hann ekki gert grein fyrir því hvaða stefnu hann er að mæla fyrir? Mælir hann fyrir kostnaðargjaldi vegna tiltekinna útgjalda ríkissjóðs svo sem veiðieftirliti, eins og hann hefur vitnað til þegar hann ber tillögur sínar saman við þær á Nýja-Sjálandi? Eða er hann að tala um, eins og hann segir stundum, að skapa meira réttlæti með því að leggja viðbótargjald ofan á kostnaðargjöldin til þess að við stjórnmálamennirnir getum útdeilt peningunum af meira réttlæti? Ég spyr enn og aftur: Fyrir hvorri stefnunni er hv. þm. að tala? Það er ekki ágreiningur um að leggja á þessi kostnaðargjöld, þau eru lögð á í dag. Við erum að framkvæma mjög svipaða gjaldtöku og gert er á Nýja-Sjálandi, um það er ekki ágreiningur. Ef hv. þm. kæmi sér niður á það hvorri stefnunni hann er að mæla fyrir, skýrðist ferkar hversu mikið bil er á milli okkar. Kannski er það ekki mikið. En þá verður hv. þm. að skýra það hvert hann er að fara.