Veiðileyfagjald

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 13:55:33 (1009)

1995-11-17 13:55:33# 120. lþ. 34.9 fundur 30. mál: #A veiðileyfagjald# þál., sjútvrh.
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[13:55]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Hv. 9. þm. Reykv. víkur sér algjörlega undan því að skýra þann reginmun sem er á málflutningi gamla krataflokksins og nýja krataflokksins. Nýi krataflokkurinn er að tala um óbreytt kvótakerfi. Hann er ekki að tala um endurúthlutun á kvótanum. En gamli krataflokkurinn er að tala um að skapa réttlæti með því að úthluta aflaheimildunum upp á nýtt með sölu aflaheimilda. Hefur gamli krataflokkurinn fallið frá þeirri stefnu og er hann kominn inn á stefnuna sem nýi krataflokkurinn er að tala um, að halda við óbreyttri úthlutun en leggja bara á skatt? Hv. þm., sem er formaður gamla krataflokksins, verður að svara þessu. Er hann, með þessari síðustu ræðu sinni, kominn inn á tillögur nýja krataflokksins? Það er reginmunur á þeim og þeim málflutningi sem hv. þm. hefur haft í frammi til þessa. Það er nauðsynlegt að hv. þm. geri grein fyrir því.