Samningar ríkisvaldsins um stofnframkvæmdir og viðhald heilbrigðisstofnana

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 16:22:48 (1050)

1995-11-17 16:22:48# 120. lþ. 34.10 fundur 140. mál: #A samningar ríkisvaldsins um stofnframkvæmdir og viðhald heilbrigðisstofnana# þál., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[16:22]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. spyr aftur: Af hverju er ekki meira í mínum tillögum? Hans eigin tillögum. Hann spyr aftur að því. Fyrrv. hæstv. heilbrrh. Guðmundur Árni Stefánsson hlýtur að þekkja þá samninga sem hann hefur gert sjálfur og hann hlýtur að sakna þeirra ef þeir eru ekki í hans eigin tillögum og þarf ekki að spyrja mig að því. En það er alveg makalaust að hann heldur hérna aftur ræðu og hefur engar áhyggjur af rekstrinum. Hann hefur engar áhyggjur af rekstri þeirra stofnana sem í landinu eru og allar þurfa meira fjármagn, engar áhyggjur af því. Hann spyr einfaldlega: Hvers vegna koma ekki meiri fjármunir? Þá spyr ég hann: Er hann tilbúinn í meiri lántökur t.d.? Hann svarar því ekki. Hann veit það sjálfur að þó að sjúklingar hér á landi borgi 15% af sjúkrakostnaði, þá dekkar það að sjálfsögðu ekki reksturinn og við ætlum ekki að láta það dekka reksturinn, engan veginn. Þannig að ef hér er kúnstug umræða, þá finnst mér þetta afar kúnstug tillaga frá hv. þm. sem saknar þess að það skuli ekki vera meira í eigin tillögum.