Áfengislög

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 17:01:19 (1058)

1995-11-17 17:01:19# 120. lþ. 34.12 fundur 144. mál: #A áfengislög# (aldursmörk) frv., Flm. JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[17:01]

Flm. (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi það síðastnefnda var ég að vitna til þess hvernig þetta væri í Bandaríkjunum, ef hv. þm. vill hlýða á mitt mál. Ég er auðvitað ekki að leggja það til að það verði eins hér. Mitt mál var alveg skýrt hér áðan. Ég sagði að landasalan og landaneyslan hjá þessum ungmennum mundi minnka. Það er engin ástæða til þess að ætla að við þessa breytingu muni áfengisneysla unga fólksins aukast. (Gripið fram í: Þú svaraðir ekki spurningunni.) Ég er að segja að það sé engin ástæða til þess að ætla það að hún muni aukast. Hvað Bandaríkin varðar, ætla ég ekki að svara því fyrr en ég fæ staðfestingu á því sem áfengisvarnaráð heldur fram. Ég hef beðið landlæknisembættið um að kanna fyrir mig sérstaklega fullyrðingar þær sem fram hafa komið hjá áfengisvarnaráði um að slysatíðni hafi aukist í Bandaríkjunum og þess vegna hafi aldrinum í sumum fylkjum Bandaríkjanna verið breytt aftur. Hafi það verið vil ég fá ástæðurnar fyrir því. Landlæknisembættið er einmitt að kanna hvort það sé eitthvert samhengi milli aukinnar slysatíðni og áfengikaupasaldursins. Ég tel enga ástæðu til þess að ætla að svo sé og ég bíð eftir þessu svari.