Áfengislög

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 17:11:35 (1061)

1995-11-17 17:11:35# 120. lþ. 34.12 fundur 144. mál: #A áfengislög# (aldursmörk) frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[17:11]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ég treysti ungu fólki afskaplega vel. Ég þekki margt af því og hef haft atvinnu af því að umgangast ungt fólk. Unga fólkið er ekki vandamálið hér. Það er ekki að óska eftir þessari lagabreytingu. Ég treysti því vel til að setjast á Alþing 18 ára gömlu enda sé það ódrukkið. Ég veit ekki hvort ég á að elta ólar við þennan málflutning. Það er margt vitlausara en að hækka giftingaraldurinn. En ég held að það sé ekki ástæða til þess og er tilbúinn að færa rök fyrir því seinna í einhverri annarri umræðu ef því væri að skipta.