Raforkusala til garðyrkjubænda

Mánudaginn 20. nóvember 1995, kl. 15:21:52 (1096)

1995-11-20 15:21:52# 120. lþ. 35.1 fundur 84#B raforkusala til garðyrkjubænda# (óundirbúin fsp.), ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur


[15:21]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að beina fyrirspurn til hæstv. landbrh. varðandi raforkusölu til ylræktarbænda. Fyrirspurnin er svohljóðandi:

Er landbrh. tilbúinn að beita sér fyrir samningum við Landsvirkjun og Rarik þannig að ekki komi til þess að ylræktarbændur búi við viðvarandi hættu á að rafmagn til lýsingar í gróðurhúsum verði rofið eins og þegar hefur gerst nú í haust? Hér er að mínu mati um ófremdarástand að ræða sem þarf að ná samkomulagi um svo fljótt sem auðið er. Þetta hefur mikil áhrif á verðmætasköpun garðyrkjubýla í landinu.