Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 21. nóvember 1995, kl. 15:08:19 (1132)

1995-11-21 15:08:19# 120. lþ. 38.1 fundur 146. mál: #A stjórnarskipunarlög# (þingseta ráðherra) frv., Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur


[15:08]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Samkvæmt 42. gr. þingskapa skal lagafrv. sem felur í sér tillögu um breytingu á stjórnarskránni vísað til sérnefndar. Það er samþykkt án atkvgr. að vísa málinu til sérnefndar. Forseti á ekki von á að þingflokkar séu viðbúnir því að leggja fram lista á þessum fundi með nöfnum níu þingmanna sem taka sæti í sérnefndinni og frestar því kosningu hennar þar til síðar, en biður formenn þingflokka að taka málið til athugunar svo nefndarkosningin geti farið fram fljótlega.