Umferðaröryggi og framkvæmdaáætlun

Þriðjudaginn 21. nóvember 1995, kl. 16:36:26 (1154)

1995-11-21 16:36:26# 120. lþ. 38.4 fundur 157. mál: #A umferðaröryggi og framkvæmdaáætlun# þál., DSigf
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur


[16:36]

Drífa Sigfúsdóttir:

Herra forseti. Mig langar til að spyrja hæstv. dómsmrh. um eitt atriði varðandi helstu niðurstöðu nefndarinnar sem er 11. liður í athugasemdum við þingsályktunartillöguna. Þar stendur, með leyfi forseta: ,,Lögleiða þarf notkun hjólreiðahjálma innan nokkurra ára.`` Í mínum huga þarf ekki að hugsa sig um í nokkur ár til að lögleiða hjálma. Ég fæ ekki betur séð en það væri unnt að gera á þessu þingi og það hefur sýnt sig að það hefur dregið úr slysum og ég sé raunverulega ekkert sem ætti að hindra það. Þess vegna langar mig til að biðja ráðherra um að veita mér einhverjar upplýsingar um þetta ef hann hefur þær á takteinum.