Rannsókn kjörbréfs

Miðvikudaginn 22. nóvember 1995, kl. 13:33:26 (1172)

1995-11-22 13:33:26# 120. lþ. 39.1 fundur 56#B rannsókn kjörbréfs#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur


[13:33]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Borist hefur eftirfarandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því miður ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 2. varaþm. Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, Anna Jensdóttir kennari, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni en 1. varaþingmaður flokksins er forfallaður.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari á Alþingi rannsókn á kjörbréfi varaþingmannsins.

Gunnlaugur M. Sigmundsson, 2. þm. Vestf.``

Skeyti hefur borist frá Ólafi Þ. Þórðarsyni þar sem hann greinir frá því að hann geti ekki komið til þings af heilsufarsástæðum.

Kjörbréfanefnd hefur komið saman til þess að rannsaka kjörbréf Önnu Jensdóttur.