Verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Miðvikudaginn 22. nóvember 1995, kl. 15:25:28 (1204)

1995-11-22 15:25:28# 120. lþ. 39.12 fundur 166. mál: #A verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar# þál., samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur


[15:25]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Það er aðeins út af þeim ummælum hv. 9. þm. Reykv. að það beri að skrifa á minn reikning þá óreiðu sem er á flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli þá er rétt að hafa það í huga ef horft er á flugmálaáætlun sl. fjögur ár að hv. þm. gerði þau kaup við hv. þm. Steingrím Sigfússon, sem þá var samgönguráðherra, að reyna að drepa á dreif málinu um varaflugvöll á vegum NATO með því að samþykkja að ráðist yrði í byggingu alþjóðlegs flugvallar á Egilsstöðum sem tók allan lungann af fénu sl. fjögur ár. Jafnframt var fénu varið til þess að byggja hér hús undir Alþjóðaflugstjórnarmiðstöðina. Þess vegna var ekkert fé afgangs á flugmálaáætlun til að standa undir hallarekstrinum á flugstöðvarbyggingunni þau ár sem hv. þm. var utanrrh. Það er þess vegna algjörlega út í hött að kenna öðrum um það. Hv. þm. skildi við þessi mál í óreiðu þegar hann hætti sem utanrrh. og getur ekki neinum um kennt nema sjálfum sér.