Verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Miðvikudaginn 22. nóvember 1995, kl. 15:29:33 (1206)

1995-11-22 15:29:33# 120. lþ. 39.12 fundur 166. mál: #A verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar# þál., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur


[15:29]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Það var út af fyrir sig gott að fá hv. 8. þm. Reykn. Ólaf Ragnar Grímsson, líka upp í ræðustólinn. Hann var fjmrh. þegar efnt var til óreiðunnar í sambandi við flugstöðina. Og það er ágætt að þeir komi hér upp hver á fætur öðrum, hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hannibalsson.