Verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Miðvikudaginn 22. nóvember 1995, kl. 15:30:03 (1208)

1995-11-22 15:30:03# 120. lþ. 39.12 fundur 166. mál: #A verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar# þál., ÓRG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur


[15:30]

Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessari ræðu er líka best að gleyma hjá hæstv. samgrh. Óreiðan sem efnt var til við flugstöðina var ákveðin af ráðherrum Sjálfstfl. 1983--87 sem tóku ákvörðun um það að fara í þessa byggingu, höguðu framkvæmdinni með þeim hætti sem gert var og tóku þau lán sem tekin voru á þeim tíma til að fjármagna bygginguna. Það er söguskýringin á því að allar aðrar ríkisstjórnir eftir 1987 hafa setið uppi með þennan vanda. Það er fljótræði ráðherra Sjálfstfl. og hamagangur á árunum 1983--1987 sem eru orsökin að þessari óreiðu. Hæstv. samgrh. hefur hins vegar haft fjögur ár til þess að taka á þessum vanda með öðrum og eins og ég mun sýna fram á í umræðu síðar um þetta mál þá verður ekki hægt að leysa þetta vandamál fyrr en eins og hæstv. utanrrh. sagði hérna áðan, að menn viðurkenna þær skuldir sem efnt var til með þeim lántökum sem ráðherrar Sjálfstfl. beittu sér fyrir á byggingartíma flugstöðvarinnar.