Tilhögun þingfunda

Fimmtudaginn 23. nóvember 1995, kl. 10:34:23 (1229)

1995-11-23 10:34:23# 120. lþ. 40.99 fundur 102#B tilhögun þingfunda#, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur


[10:34]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Áður en gengið er til dagskrár vill forseti geta þess að stefnt er að því að hefja umræðu um 7. dagskrármálið, viðaukasamning um álbræðslu við Straumsvík, að loknu matarhléi um kl. hálftvö.

Hér stóð til að færi fram atkvæðagreiðsla en það vantar aðeins á að nægilega margir þingmenn séu mættir í Alþingishúsinu þannig að atkvæðagreiðslunni verður frestað þar til síðar í dag.