Skýrsla umboðsmanns Alþingis 1994

Fimmtudaginn 23. nóvember 1995, kl. 11:24:16 (1238)

1995-11-23 11:24:16# 120. lþ. 40.4 fundur 97#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 1994# (munnl. skýrsla), SP
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur


[11:24]

Sólveig Pétursdóttir:

Herra forseti. Ég gat þess í ræðu minni áðan að umboðsmaður tjáði okkur í allshn. að almennt hefði hann átt góð samskipti við einstök ráðuneyti og yfirleitt fengið jákvæð viðbrögð þegar bent hefur verið á hvað betur mætti fara í stjórnsýslunni þó viðbrögð hafi stundum dregist nokkuð á langinn. Þetta kom vissulega til umræðu enda þótt ekki hafi verið rædd einstök dæmi og það er vissulega rétt að hafa þessa ábendingu hv. þm. í huga og sjá hvort einhver ástæða er til breytinga eða a.m.k. að ræða það mál nánar við embætti umboðsmanns.