Viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík

Fimmtudaginn 23. nóvember 1995, kl. 17:35:26 (1264)

1995-11-23 17:35:26# 120. lþ. 40.7 fundur 171. mál: #A viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík# frv., SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur


[17:35]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Það er gaman að hv. þm. þegar hann kemst á flug og þetta var nokkuð merkileg ræða sem hann flutti síðast, sérstaklega þetta að nú væri Framsfl. kominn til valda eftir 20 ára deyfð. Þetta er nokkuð athyglisverð söguskýring. Það er eins og einhverja rámi í það að Framsókn hafi eitthvað komið við sögu á þessum 20 árum. Síðan hafa aðrir menn samtímis gert það sér til dundurs hér í salnum að reikna út hversu langt Framsókn sé komin með að efna loforðin og mér er tjáð að það séu 0,75% sem þessi störf gefa upp í 12 þúsundin á 6 mánuðum. Það lætur nærri að vera einn áttundi af kjörbímabilinu, ekki satt, hv. þm. þannig að eitthvað mega veiðimennirnir bæta sig. Það lætur nærri að þeir hafi barið árangurslaust fyrri part dags án þess að fá nema litla sjóbirtinginn núna og það er enginn mokafli.

Ef veiðin sem er hugsanlega í vændum verður því marki brennd sem ég gerði að umtalsefni er ég ekki viss um að framsóknarmenn víða um landsbyggðina muni fagna með þeim hætti sem ætla mætti af hástemmdri lofræðu hv. þm. Guðna Ágústssonar áðan.