Viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík

Fimmtudaginn 23. nóvember 1995, kl. 18:15:20 (1268)

1995-11-23 18:15:20# 120. lþ. 40.7 fundur 171. mál: #A viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík# frv., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur


[18:15]

Umhverfisráðherra (Guðmundur Bjarnason) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hef út af fyrir sig ekki miklu við að að bæta sem ég sagði áður um þessa setningu. Ég tel að það sé fullmikið upp í sig tekið að tala um að þetta sé fölsun. Í mínum huga er það alls ekki og ég lít frekar á að hér sé um að ræða missögn. Hér ætti auðvitað að standa Hollustuvernd ríkisins afgreiddi þessar tillögur og sendir þær umhvrh. til endanlegrar afgreiðslu. En það er sem sagt ekki rétt sem hér segir að stjórn Hollustuverndar hafi afgreitt tillögurnar endanlega.