Jöfnun atkvæðisréttar

Mánudaginn 27. nóvember 1995, kl. 18:44:44 (1329)

1995-11-27 18:44:44# 120. lþ. 41.9 fundur 188. mál: #A jöfnun atkvæðisréttar# þál., VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur


[18:44]

Valgerður Sverrisdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var mjög gott að fá þetta innlegg í umræðuna því að ég var að lesa tillögu hv. þm. og þar stendur, með leyfi hæstv. forseta: ,,sem leiða til jöfnunar atkvæðisréttar.`` Ég var ekki sannfærð um að þetta ætti að vera jöfnun að fullu en nú hefur hv. flutningsmaður talað hér og þá veit ég hver hans skoðun er á því máli. Þá hlýt ég líka að spyrja hv. þm.: Er það stefna Sjálfstfl. að atkvæðisréttur verði jafnaður að fullu, að það verði einn maður eitt atkvæði eins og það er kallað? Hann hlýtur að geta svarað því. Hin spurningin er, fyrst hann var að setja út á orðalag í stjórnarsáttmála: Studdi hv. þm. ekki stjórnarsáttmálann á fundi Sjálfstfl. áður en þetta stjórnarsamstarf var ákveðið?