Schengen-samkomulagið, munnleg skýrsla dómsmálaráðherra

Þriðjudaginn 28. nóvember 1995, kl. 14:09:24 (1344)

1995-11-28 14:09:24# 120. lþ. 42.7 fundur 104#B Schengen-samkomulagið, munnleg skýrsla dómsmálaráðherra# (munnl. skýrsla), RA (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur


[14:09]

Ragnar Arnalds (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef skilið það svo að Schengen-samkomulagið feli í sér eftirlit með persónum og þeim varningi sem þær koma með til landanna, að það sé hvort tveggja. Ég trúi því ekki að ég hafi átt að skilja orð hæstv. ráðherra þannig að Schengen-samkomulagið fjallaði einungis um eftirlit með persónunum sem slíkum. Það fjallar líka um varninginn sem þær flytja með sér og það er alveg ljóst að Schengen-samkomulagið kemur mjög inn á tollamál. Það varðar mjög tollamál vegna þess að það varðar varninginn sem ferðamennirnir koma með til landsins. Og mín spurning var þá einfaldlega sú: Er það ekki rétt skilið hjá mér að við Íslendingar verðum að leitast við að ná samkomulagi um vegabréfahlið málsins en undanskilja tollahliðina, þ.e. eftirlitið með varningnum?