Schengen-samkomulagið, munnleg skýrsla dómsmálaráðherra

Þriðjudaginn 28. nóvember 1995, kl. 14:10:40 (1345)

1995-11-28 14:10:40# 120. lþ. 42.7 fundur 104#B Schengen-samkomulagið, munnleg skýrsla dómsmálaráðherra# (munnl. skýrsla), dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur


[14:10]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég skal reyna að útskýra í þriðja sinn að samstarfið gildir um vegabréfaeftirlitið. Þar af leiðir að við getum haldið óbreyttum reglum og vinnuaðferðum varðandi tolleftirlit með varningi hvernig sem hann er fluttur til landsins, sem farangur farþega eða með öðrum hætti. Það hefur ekki áhrif þar á.