Menningarborg Evrópu

Miðvikudaginn 29. nóvember 1995, kl. 14:56:26 (1439)

1995-11-29 14:56:26# 120. lþ. 43.7 fundur 185. mál: #A menningarborg Evrópu# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., SvG
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur


[14:56]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Ég tek undir þakkir til hv. 6. þm. Reykv. fyrir að hún skuli hreyfa þessu máli í þessari stofnun og einnig hæstv. menntmrh. fyrir þau svör sem hann gaf. Mér finnst að þau hafi sýnt að það eru fjölmörg sameiginleg verkefni sem borgin og ríkið þurfa og munu vinna að í tengslum við þetta menningarár, árið 2000, hvort sem það er nú aldamótaárið eða ekki sem menn eiga eftir að deila um lengi, hvort það er árið 2000 eða 2001 en það er ekki verkefni þessa fyrirspurnatíma, heldur hitt að ég vil fagna því að ég tel að þetta samtal sé komið á. Ég tel að samtalið sé komið á með þessum fyrirspurnatíma og ég tel að það þurfi að tryggja að áfram sé til samtalsvettvangur milli ríkisins og borgarinnar um þau mál sem hér hafa verið nefnd og fjölmörg önnur sem munu koma upp vegna ársins 2000 þegar Reykjavík verður ein af menningarborgum Evrópu.