Greiðslur úr ríkissjóði samkvæmt búvörusamningi

Miðvikudaginn 29. nóvember 1995, kl. 18:25:43 (1479)

1995-11-29 18:25:43# 120. lþ. 45.92 fundur 106#B greiðslur úr ríkissjóði samkvæmt búvörusamningi# (aths. um störf þingsins), SJS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur


[18:25]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Þessi síðasta ræða var þannig að það er svolítið snúið að koma henni inn í þennan ramma og ég hef ekki annan kost en að nota það tækifæri að leiðrétta það sem hæstv. samgrh. segir að vorið 1991 hafi ekki staðið fullnægjandi heimildir til að hefja framkvæmd þess búvörusamnings sem þá hafði verið gerður. Þetta er rangt eins og fleira sem hæstv. samgrh. því miður ruglar með. Staðreyndin er sú að samtímis því að samningurinn var kynntur á Alþingi var aflað nauðsynlegra heimilda til að hefja framkvæmd samningsins í lánsfjáraukalögum sem þá voru lögð fyrir þingið. Strax á því vori áður en gengið var til samninga og þing fór heim stóðu fullnægjandi lagaheimildir til að hefja framkvæmd samningsins og það þing sem þá sat veitti þær.