Framleiðsla og sala á búvörum

Miðvikudaginn 29. nóvember 1995, kl. 23:53:15 (1515)

1995-11-29 23:53:15# 120. lþ. 45.1 fundur 96. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (sauðfjárframleiðsla) frv., MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur


[23:53]

Mörður Árnason (andsvar):

Herra forseti. Um hugsanlega flokksvist mína í framtíðinni vil ég segja að ég gæti vel stutt þann flokk sem hv. þm. Árni Mathiesen tilheyrði í fyrri parti ræðu sinnar en ómögulega þann flokk sem hann tilheyrði í hinum síðari hluta ræðu sinnar og ég held ég láti það nægja hér. Hv. þm. Árni Mathiesen hefur gert þinginu og kjósendum sínum ágæta grein fyrir þeim járnum sem hann ber á höndum og fótum þó að maður hefði kosið að þingmaður af hans tagi, ungur og upprennandi Hafnfirðingur, hefur að vísu ekki setið lengi á þingi en þó lengur en sumir, og á kannski eftir að gera það þó er ekki alveg víst í hvaða flokki en þó er a.m.k. víst undir hvaða ríkisstjórn og hvers konar ríkisstjórnum hann á að sitja, að maður hefði kosið að hann kæmi fram við fólk af meiri heiðarleika en hann gerir með því að styðja frv. sem hann er á móti.