Framleiðsla og sala á búvörum

Fimmtudaginn 30. nóvember 1995, kl. 12:14:09 (1536)

1995-11-30 12:14:09# 120. lþ. 46.5 fundur 96. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (sauðfjárframleiðsla) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur


[12:14]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég bið hv. þm. Lúðvík Bergvinsson afsökunar á því að ég hef ekki lesið þessa greinargerð, en mér finnst á málflutningi minni hlutans að þetta skipti ekki neinu máli. Í ykkar huga skiptir engu máli hvort ákvæðið er í lögunum eða ekki þannig að það hlýtur að þýða um leið að það gæti alveg eins verið í lögunum. Það gefur alveg auga leið þó að það sé farið að skipta einhverju máli allt í einu ef það þarf ekki að vera þar, eða má ekki vera þar. Mér finnst þið vera tvísaga. Þið talið í einu orðinu um að það eigi að vera og í hinu orðinu að það megi ekki vera og í þriðja orðinu jafnvel að það sé allt í lagi, ekki skipti máli hvor leiðin sé farin. Þið áttið ykkur náttúrlega á því, hv. minnihlutamenn í landbn., að það var ein meginkrafa aðila vinnumarkaðarins að þetta ákvæði færi út úr frv. Og það er fjárlagavaldið, Alþingi Íslendinga, sem mun ákveða við fjárlög hverju sinni þær verðbætur sem settar verða á þennan samning sem gerður hefur verið af ríkisstjórninni. Það er grundvallaratriði. Þetta er prinsippmál og hv. formaður landbn. veit það. En það er svo aftur annað mál hvort meiri hluti Alþingis samþykkir þetta. Auðvitað vita það allir að ríkisstjórnin er með góðan meiri hluta á bak við sig og hugsanlega styðst við það.