Framleiðsla og sala á búvörum

Fimmtudaginn 30. nóvember 1995, kl. 12:16:29 (1538)

1995-11-30 12:16:29# 120. lþ. 46.5 fundur 96. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (sauðfjárframleiðsla) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur


[12:16]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Það er ljóst að samningurinn er opinn hvað þetta varðar í dag. Það er hægt að breyta þessu ákvæði í samningnum nákvæmlega eins og 70 ára reglunni sem var breytt. Það er alveg ljóst að með því að hafa þetta ákvæði opið er að hægt er að breyta því, auðvitað með samkomulagi beggja aðila eða með einhliða ákvörðun Alþingis. Mér finnst mjög slæmt að hv. þm. Lúðvík Bergvinsson skuli ekki skilja almennilega þetta grundvallarprinsipp sem felst í því að vísitölutenging sé ekki í lögunum þótt hún sé í samningnum. Það er bara allt annað mál.