Áhrif búvöruverðs á almenna verðlagsþróun og forsendur kjarasamninga

Mánudaginn 04. desember 1995, kl. 15:15:26 (1552)

1995-12-04 15:15:26# 120. lþ. 50.1 fundur 114#B áhrif búvöruverðs á almenna verðlagsþróun og forsendur kjarasamninga# (óundirbúin fsp.), EKG
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur


[15:15]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Út af fyrir sig er tilefni til þess að fagna því inngripi hæstv. landbrh. að beina þeim tilmælum til þeirra sem með þau mál fara að hinkra við með verðbreytingar varðandi landbúnaðarafurðirnar, en ég minni enn og aftur á að það virðist vera til skilningur a.m.k. þessa tiltekna talsmanns Alþýðusambands Íslands að þetta hangi ansi mikið á þessari spýtu, að það verði tryggt að verðlagsforsendur kjarasamninga haldi. A.m.k. er það mjög mikilvægt að það komi fram að það sé ásetningurinn að svo verði og að með þessum ráðum eða einhverjum öðrum verði það tryggt að verðlagsforsendur kjarasamninga haldi til þess að hægt sé að hafa varanlegan frið á vinnumarkaðnum út samningstímabilið.