Dómur í máli forstöðumanns Ökuprófa gegn dómsmálaráðherra

Mánudaginn 04. desember 1995, kl. 15:23:58 (1558)

1995-12-04 15:23:58# 120. lþ. 50.1 fundur 116#B dómur í máli forstöðumanns Ökuprófa gegn dómsmálaráðherra# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur


[15:23]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Það er ekki í mínum verkahring að fjalla um það hvort máli þessu verður áfrýjað til Hæstaréttar eða ekki. Staða dómsmrh. í ríkisstjórninni breytist ekki af ástæðum þessa dóms. Hitt er rétt að þegar málið kom upp í upphafi, þá kom sá maður sem nefndur var af hv. fyrirspyrjanda á minn fund og sýndi mér gögn um mál sitt og ég lét hæstv. dómsmrh. vita að mér þættu sakir litlar hjá viðkomandi manni. Þau afskipti eru kunn. Það var skýrt frá þeim í réttarhaldinu eftir því sem ég best veit. Það eru öll mín afskipti af málinu. En það hefur komið fyrir áður að deilt hafi verið milli einstaklinga og einstakra ráðherra um uppsagnir og komið bætur þar fyrir og það hefur aldrei varðað neinu um stöðu viðkomandi ráðherra í ríkisstjórninni.