Veiting ríkisborgararéttar

Mánudaginn 04. desember 1995, kl. 15:42:04 (1567)

1995-12-04 15:42:04# 120. lþ. 51.3 fundur 155. mál: #A veiting ríkisborgararéttar# (fyrra stjfrv.) frv., HjálmJ
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur


[15:42]

Frsm. allshn. (Hjálmar Jónsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti allshn. um frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar.

Nefndin hefur unnið samkvæmt starfsreglum allshn. um veitingu ríkisborgararéttar. Þær reglur hafa nokkrum sinnum tekið breytingum og nú síðast í febrúar 1995 á 118. löggjafarþingi.

Helsta breytingin, sem gerð var á þessum reglum í febrúar, var að mörk um lengd búsetu voru í ákveðnum tilvikum lækkuð. Fjöldi umsókna sem nefndin hefur nú haft til umfjöllunar var því öllu meiri en verið hefur á undanförnum árum.

Innan nefndarinnar var frv. unnið með hefðbundnu sniði. Formaður allshn., hv. þm. Sólveig Pétursdóttir, og einn nefndarmanna, hv. þm. Ögmundur Jónasson, fóru yfir allar umsóknir sem bárust til að kanna hvort þær uppfylltu skilyrði framangreindra reglna og síðan fjallaði nefndin um umsóknirnar.

Nefndin mælir með samþykkt frv. með þeim breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þskj. en þar er lagt til að 97 einstaklingar fái íslenskan ríkisborgararétt.

Undir álitið skrifa Sólveig Pétursdóttir, Ögmundur Jónasson, Valgerður Sverrisdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Kristján Pálsson, Sighvatur Björgvinsson, Árni R. Árnason, Jón Kristjánsson og Hjálmar Jónsson.

Venju samkvæmt má reikna með nýju frv. af hálfu dóms- og kirkjumálaráðherra um veitingu ríkisborgararéttar á vorþingi og að fleiri umsóknir um borgararéttinn verði þá afgreiddar.