Félagsleg aðstoð

Mánudaginn 04. desember 1995, kl. 15:45:36 (1568)

1995-12-04 15:45:36# 120. lþ. 51.4 fundur 80. mál: #A félagsleg aðstoð# (endurhæfingarlífeyrir) frv., GHall
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur


[15:45]

Frsm. heilbr.- og trn. (Guðmundur Hallvarðsson):

Herra forseti. Á þskj. 247 er nefndarálit heilbr.- og trn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 118/1993, um félagslega aðstoð:

,,Nefndin hefur fjallað um málið. Nefndarmenn eru sammála um að mikilvægt sé að þeir sem fá endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins fái einnig tengdar bótagreiðslur og hlunnindi eins og 75% öryrkjar. Mælir nefndin með því að frv. verði samþykkt óbreytt. Siv Friðleifsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.``

Nál. er dagsett 27. nóv. 1995 og undir það rita Össur Skarphéðinsson, formaður, Sólveig Pétursdóttir, Ögmundur Jónasson, Sigríður A. Þórðardóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Guðni Ágústsson, Guðmundur Hallvarðsson og Katrín Fjeldsted.