Framleiðsla og sala á búvörum

Mánudaginn 04. desember 1995, kl. 16:01:01 (1571)

1995-12-04 16:01:01# 120. lþ. 51.5 fundur 96. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (sauðfjárframleiðsla) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur


[16:01]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég er á engan hátt fjarvistarsönnun Sjálfstfl. Enginn maður hefur talað við mig um þetta mál, hvorki um að greiða atkvæði á móti því eða með því. Mér finnst hv. þm. einmitt koma inn á þessi pólaríseringu. Hann talar um stjórn og stjórnarandstöðu. Menn eiga að sjálfsögðu að greiða atkvæði eftir því sem þeim finnst og ég geri ráð fyrir því að aðrir þingmenn Sjálfstfl., þó að ég geti að sjálfsögðu ekki talað fyrir þá alla, meti aðra hagsmuni sem þeir eru að fá í staðinn fyrir þessa hagsmuni meira. Menn eru alltaf að vega og meta þá hagsmuni sem þeir gefa og þá hagsmuni sem þeir fá. Menn geta lent í þeirri stöðu að gefa eftir minni hagsmuni fyrir meiri og ég geri ráð fyrir að menn séu að hugsa um það.