Framleiðsla og sala á búvörum

Þriðjudaginn 05. desember 1995, kl. 13:50:00 (1591)

1995-12-05 13:50:00# 120. lþ. 52.5 fundur 96. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (sauðfjárframleiðsla) frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur


[13:50]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Hér er á ferð eitt af hinum furðulegu atriðum þessa frv. Hæstv. landbrh. ætlar að taka að sér skipulag útflutnings á lambakjöti. Það er ekki hlutverk framkvæmdarvaldsins að annast skipulag útflutningsmála, það á atvinnugreinin sjálf að gera eins og tíðkast t.d. í íslenskum sjávarútvegi. Þetta er enn eitt dæmið í þessu frv. um þá miklu ofstjórnun sem einkennir allt þetta mál og allt skipulag íslensks landbúnaðar og sem getur ekki annað en skaðað landbúnaðinn. Því segi ég nei.