Málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Miðvikudaginn 06. desember 1995, kl. 15:51:34 (1659)

1995-12-06 15:51:34# 120. lþ. 55.92 fundur 128#B málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna# (umræður utan dagskrár), VS
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur


[15:51]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Nýir vendir sópa best, sagði hv. þm. Gísli Einarsson áðan. Það er rétt að það er þó nokkuð verkefni fyrir Framsfl. að sópa. Sumir hefðu nú kannski kallað það að moka út eftir kratana. Það sem m.a. er verið að vinna að er að breyta lögum og reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna eins og kom svo ágætlega fram í máli hv. þm. Hjálmars Árnasonar hérna áðan. Mér fannst það alveg greinilegt af máli hv. þm. Svavars Gestssonar að hann var nokkuð afbrýðissamur vegna þess að það skyldi verða hlutverk Framsfl. en ekki Alþb. að taka á þessum málum. Ég lýsi ánægju með að það starf að breyta lögum og reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna er í fullum gangi og í ágætu samstarfi við Sjálfstfl.