Afnám laga nr. 96/1936

Fimmtudaginn 07. desember 1995, kl. 11:03:14 (1667)

1995-12-07 11:03:14# 120. lþ. 56.3 fundur 206. mál: #A afnám laga nr. 96/1936# frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur


[11:03]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skildi það fullkomlega að lögin voru í gildi þó að þau væru ekki í Lagasafninu og að þarna væri um einhvers konar handvömm að ræða. Ég fagna því að þetta frumvarp er komið fram en undrast engu að síður eins og væntanlega flestir að lögin skulu hafa verið í gildi. Er hugsanlegt að einhvers staðar í okkar miklu skattalagabálkum sé að finna ákvæði með einhvers konar undanþágum jafn furðulegum og þessum?