Afnám laga nr. 96/1936

Fimmtudaginn 07. desember 1995, kl. 11:20:24 (1673)

1995-12-07 11:20:24# 120. lþ. 56.3 fundur 206. mál: #A afnám laga nr. 96/1936# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur


[11:20]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Um leið og ég ítreka þakkir mínar til hv. þm. fyrir stuðning hans við frv., vil ég benda á að ástæðan fyrir því að menn vilja setja vörugjald á eina afurð þessa fyrirtækis, þ.e. kókómjólk, er auðvita sú að kókómjólkin er samsett með svipuðum hætti og ýmislegt sælgæti, hún er að stórum hluta til sykur. Það er líklega ekki eins mikið sykurmagn í nokkurri drykkjarvöruafurð frá öðrum fyrirtækjum og það tíðkast nú á dögum að setja skatta á slíkar vörur. Þess vegna hefur þessi umræða verið uppi. Þetta snýst þess vegna ekki um skattagleði fjmrh. á ýmsum tímum heldur einmitt um þá jafnræðisreglu sem hv. þm. minntist á.