Húsnæðisstofnun ríkisins

Fimmtudaginn 07. desember 1995, kl. 15:29:54 (1693)

1995-12-07 15:29:54# 120. lþ. 57.3 fundur 215. mál: #A húsnæðisstofnun ríkisins# (lánstími húsbréfa o.fl.) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur


[15:29]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Nú er ég ekki að segja að framsóknarmenn hafi búið einir til þessi 5.000 störf. En ég tel ekki ólíklegt að þjóðinni hafi aukist bjartsýni við það að Framsfl. settist í ríkisstjórn og ég tel það reyndar nokkuð rökrétt að störfum fjölgi í þjóðfélaginu þá þegar af þeirri ástæðu. Varðandi vextina, þá eiga þeir ekkert erindi í þetta frumvarp vegna þess að vaxtastig af húsbréfum er hægt að ákveða í ríkisstjórn.